Fyrir 2.
1. kúrbítur
1/2 bolli kúskús
2 tómatar
6 sveppir stórir
1 stilkur sellerí.
2. hvítlauksrif (má breyta eftir smekk)
1. rauðlaukur
1/2 rautt chilli (kornin skafin innan úr)
2/3 rauð paprika
rifinn ostur eftir smekk
Salt, pipar og basil eftir smekk
Kúrbíturinn er skorinn í tvennt frá enda til enda og fræin skorin innan úr með matskeið (gumsið ekki notað)
1 bolli af heitu vatni sett út í 1/2 bolla af kúskús (notaði sítrónukúskús) og hrært vel í.
Grænmetið skorið í miðlungsstærð, steikt á pönnu og steikt þar til það er orðið minna um sig (reduced).
Setjið tómatana í síðast svo þeir verði ekki alveg að mauki.
Kryddið.
Blanið kúskúsinu vel saman við grænmetið.
Kúrbíturinn er fylltur með grænmetisblöndunni og rifnum osti dreift yfir (ég notaði gratínost).
Kúrbíturinn er svo bakaður í miðjum ofni við 200 gráður í u.þ.b. 10 mínútur.
Ég dreifði hvítlauksosti yfir áður en ég borðaði það og borðaði speltbrauð með.
Verði ykkur að góðu.
Góðar stelpur fara til himna,