Góðan daginn.
Mér datt í hug að henda inn uppskriftum af og til af réttum sem ég hef þróað og prufað sjálfur.

.:Frábær grænmetisréttur með ýsu:.

*Saxið niður: gulrætur, kartöflur, spergilkál, brólmkál, lauk og ráuða papríku í smáa bita.

Grænmetis valið er optional..

*Hendið öllu í pott sem inniheldur 1-2. bolla af vatni og hnífsoddi af salti (ég nota sjávarsalt)

*Þegar grænmetið er hæfilega soðið og kartöflurnar orðnar fremur linar er gott að setja smá slummu af svörtum pipar ásamt kryddi.
(Ég nota: Hnífsodd af cumin og chili ásamt 1/4 teskeið af papríku kryddi og karry. )

Ef þið viljið suðræna sveiflu þá er flott að setja eina matskeið af Tikka Masala sósu, sem er í dós og fæst í öllum lélegri matvöruverslunum, annars fíla ég karry betur.

*Þegar þið eruð komin með ágætlega soðið grænmeti í hæfilegu magni af vatni ásamt kryddinu bæti ég við þýddri ýsu (ekkert mikið / 200g)

*Ýsan soðnar og á meðan set ég smá slurk af mjólk út í ásamt nokkrum sneiðum af osti (ég nota soya vörur)

*Ég læt þetta malla á litlum hita í 5-10 mín, og hræri vandlega af og til.

Þá er kominn þessi bragðgóði og holli réttur sem dugar vel fyrir 2, jafnvel 3 (en fer það bara ekki eftir magni?)

Jóhann.