Hráefni:
250g pasta
1 - 2 msk smjör
2 laukar
1 blómkálshaus, meðalstór
matarolía til steikingar
2 dl frosnar grænar baunir
salt
pipar
3 egg
2 1/2 dl mjólk
2 1/2 dl kaffirjómi
3 tómatar
50g rifin ostur

Leiðbeiningar:

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Sigtið vatnið frá og hrærið smörið saman við. Setjið í smurt eldfast mót.

Saxið lauka og skiptið blómkálinu í litlar greinar

Léttsteikið laukinn í matarolíu, bætið blómkáli og baunum saman við og kryddið með salti og pipar. Blandið grænmetinu saman við pastað í fatinu.

Þeytið saman egg, mjólk og rjóma og kryddið með salti og pipar. Hellið yfir pastað og bakið í 200°c heitum ofni, fyrst í 15 mínútur.

Skerið tómatana í báta, raðið þeim ofan á pastaréttinn og stráið rifnum osti yfir. Bakið í 15 mínútur.

Borið fram með heitu brauði.

Verði ykkur að góður!!
Kveðja Sigga