Þótt það séu 5 vikur í jólin þá er hér ein góð sem ég fékk frá ömmu minni, þessi var alltaf á jólahlaðborðunum hjá henni.


1 kg. svínalifur, hökkuð
600 gr.svínaspekk, hakkað
1 dós gaffalbitar
1 ? 2 laukar hakkaðir
4 msk smjör
5 msk hveiti
5 ? 6 dl. mjólk (ekki verra að setja smá rjóma)
1 stk. grænmetisteningur
1 - 2 tsk. salt
1 ? 2 tsk. svartur pipar
1 tsk negull
3 ? 4 egg

Hakkið lifur, spekk, gafalbita og lauk.
Hægt er að kaupa lifrina og spekkið hakkað í ýmsum kjötbúðum t.d. Kjöthöllinni.
Smjörið brætt og hveitið sett út í og þynnt með mjólkinni svo úr verði sósa.
Kryddið og teningurinn sett í sósuna. Látið kólna.
Eggin sett í sósuna eitt og eitt í einu og hrært.
Lifrahakkinu hrært saman við.
Bæta má við kryddi eftir smekk.
Sett í eldfast mót eitt eða fleiri.
Álpappír settur yfir mótið og soðið í vatnsbaði í ofni við 200° C í eina klst.
Pappírinn tekinn af síðustu 15 mín.
Berið kæfuna fram heita eða kalda.

Tilbreyting:
Létt steikið sveppi og setjið yfir kæfuna þegar hún er borin fram.
Harðsteikið bacon og leggið yfir kæfuna.
Berið fram með rúgbrauði, súrum gúrkum og rauðkáli.