Fyrir fjóra

1 kjúklingur (1,5 kg)
125 g beikon - saxað
50 g smjör
12 skallottulaukar í bitum
6-8 msk koníak
1 flaska rauðvín - Búrgúndavín
3 hvítlauksrif - marin eða söxuð
ferskt tímían
lárviðarlauf
salt, pipar
125 g sveppir
2 msk hveiti

Meðferð:

Beikið er steikt og sett á disk. Smjöri bætt í fituna á pönnunni. Sveppirnir skornir og steiktir og settir á disk. Kjúklingurinn steiktur á pönnunni. Koníakinu hellt yfir og kveikt í látið loga uns eldurinn slokknar. Kjúklingurinn settur í pott ásamt beikoninu, sveppunum og öllu kryddinu. Rauðvíninu hellt yfir og soðið í a.m.k. hálftíma. Loks er sósan jöfnuð með hveitinu. Borið fram með kartöflum og grænmeti, soðnu eða hráu og brauði, t.d. hvítlauksbrauði.

Hef ekki prufað þetta, en er að hugsa um það..