Jæja, ég ætla að skella hérna inn einni uppskrift að Spaghetti bolgnese. Ég ætla ekki að segja að ég hafi fundið þetta upp, en ég sullaði þessu saman við mjög góðar undirtektir fjölskyldunnar.

Þessi uppskrift miðast við fjórar persónur.

Hráefni
800g nautahakk
1 laukur
2 gulrætur
2 hvítlauksgeirar
1/2 chilli
Paprika eftir smekk
3 dósir af tómötum
Klípa af smjöri
Rjómi
Ólívu olía
Krydd

Aðferð
Maður byrjar á því að saxa lauk, gulrætur, hvítlauk, chilli og papriku í smátt og hita pönnuna (þarf að vera frekar stór). Þegar allt grænmetið er komimð í smátt mýkjir maður það á pönnu með skvettu af olíu og klípu af smjöri.
Þegar grænmetið er orðið mjúkt og fínt setur maður hakkið útí og það er brúnað. Hakkið saltað og kryddað með Season All.
Því næst er tómötunum hellt útí og kryddað eftir smekk. Sjálf nota ég basilikum, rósmarín, svartan pipar, smá chilliduft og paprikuduft.
Rjómanum bætt útí.
Þegar suðan er komin upp er rétturinn látinn malla í að minnsta kosti hálftíma.
Þá er spaghettiið soðið eftir leiðbeiningum á pakka.
Þegar bæði kjötsósan og spaghettiið er tilbúið er það borið framm. Gott er að hafa ferskt grænmeti og parmessan ost með.

Þetta er bara grunnuppskriftin sem ég nota, og auðvitað er hægt að bæta við þeim kryddum og grænmeti sem maður vill. Ég hef prufað til dæmis að bæta við pínu af chilli sósu, því einsog þið kannski sjáið finnst mér gott að hafa þetta frekar sterkt, og kom það mjög vel út.

Verði ykkur að góðu!