Hérna koma þrjár uppskriftir sem mér finnst mjög góðar og alls ekki erfiðar :)

Pestó Kjúklingur:

Kjúklingabringur
Rautt pestó (ég nota Phillipo Berio)
Fetaostur með kryddolíu

Vasar skornir í bringurnar og þær ef til vill kryddaðar með uppáhaldskryddinu (ég krydda samt ekki)
Fetaostur settur í vasana og bringunum raðað í eldfastmót. Rauðu pestói og fetaosti blandað saman í skál, ég stappa þetta vel með gaffli.
Pestó blandan smurð yfir bringurnar, mér finnst gott að nota mikið af henni og sett inn í ofn í ca. 45 mín.

Pasta með piparostasósu:

Pasta að eigin vali (ég nota Tagliatelle)
Skinka ( líka hægt að nota pylsur)
Paprika
Púrrulaukur
Piparostur (þessi harði í glæru pakkningunum)
Matreyðslurjómi

Pastað soðið. Skinka, paprika og laukur skorin niður og steikt á pönnu.
Piparosturinn er skorin niður í minni bita og settur í pott ásamt matreyðslurjómanum.
Mér finnst best að bræða ostinn í smá rjóma og síðan bæta restinni af rjómanum við.
Þegar pastað er soðið og grænmetið steikt er það sett í pott, rjómanum bætt við og blandað vel saman.
Gott að hafa hvítlauksbrauð með.

Fiskréttur:

Ýsuflök
Paprika
Púrrulaukur
Matreyðslurjómi
Fiskteningur
Rifinn ostur

Ýsuflökin sneidd niður í hæfilega bita og raðað í eldfastmót, ef til vill krydduð með salti og pipar. Ég skelli oft fiskinum inn í ofn í ca. 10 mín á meðan ég útbý restina.
Paprikan og púrrulaukurinn skorin niður og steikt á pönnu í smá tíma. Á meðan það steikist er fiskteningurinn leystur upp í smá vatni í potti og síðan matreyðslurjómanum blandað saman við. Fiskurinn er síðan tekin út og grænmetið sett yfir, matreyðslurjómanum hellt út á og loks er osturinn settur yfir allt.
Haft inn i í ofni í ca. 15 mín í viðbót, eða þar til fiskurinn er tilbúinn.

Njótið vel :)