Fyrir fjóra
1 ferskur kjúklingur
1 Ritz kexpakki
Smjör
Ostur - helst bragðsterkur
Matreiðsla:
Kjúklingurinn er hlutaður í sundur og Ritz-kexið mulið í plastpoka með kökukefli eða öðru tilfallandi barefli.
Smjörið er brætt í potti og kjúklingabitunum velt upp úr því. Bitunum er síðan velt upp úr Ritz-kex mulningnum og þeim komið fyrir í eldföstu móti.
Rifnum ostinum er stráð yfir.
Bakað í sem næst 50 mínútur við 200 gráður. Kjúklingurinn er borinn fram með hrísgrjónum og salati eða öðru tilfallandi meðlæti.
Þennan rétt er mjög fljótlegt að gera, börn eru afar hrifin af honum og því má með sanni kalla þetta góðan fjölskyldurétt.
…