Kókosterta og Kókos Draumar herna er uppskrift af uppáhálds kökuni minni =P

Fyrir 8
100 g möndlur eða hnetur
150 g smjör
2 dl sykur
3 dl kókosmjöl
2 msk. rjómi
2 msk. hveiti
100 g suðusúkkulaði

Fylling:
1/2 L ís
2 dl rjómi

aðferð:
Hakkið möndlur eða hnetur. Setjið allt nema súkkulaði í pott og hitið. Hrærið stöðugt í. Breiðið deigið út á smjörpappír.Bakiði í miðjum ofni í 10 mín 200 C. Skiptið botninum í þrennt. Stráið rifnu súkkulaði er bráðnað. Leggið Botnana saman við ís , eða rjóma.

Þetta er æði!!!Endilega prufa =)

KókosDraumar

75-80 stk
200g smjör
1 1/2 dl sykur
1 egg
1 tsk. vanillusykur
2 1/2-3 dl. kókosmjöl
2 tsk.hjartarsalt
300 g. (5 dl.) hveiti.

Aðferð:

Hrærið smjör og sykur þar til það verður létt og ljóst. Bætið egginu í. Blandið hjartarsalti og kókosmjöli út í og að lokum hveitinu. Setjið deigið með teskeið á smurða plötu eða mótið úr því lengju og sneiðið hana niður. Bakið við 150°C í u.þ.b. 20 mín.Geymið í vel lokuðum plastpoka á köldum stað eða í frysti.

TAKK FYRIR MIG!!!
Verði ykkur að góðu ;=)