Enchiladas de sobras Það sem þú þarft í þessa uppskrift er eftirfarandi.

500 g nautahakk
1 laukur
1 rauðlaukur
1 1/2 rauð paprika
5 sveppir
30 Jalapenosneiðar, úr krukku
2 hvítlauksgeirar (eða 2 frosnir kubbar)
2 msk ferskur kóríander (eða 2 frosnir kubbar)
Chili duft
Fiesta de Mexico frá Pottagöldrum
1/3 dós rjómaostur
3/4 dós 10% sýrður rjómi
2 krukkur salsasósa, styrkleiki eftir smekk
6 fajitas kökur
2 bollar rifinn ostur


Þurrsteikið hakkið og sigtið bleytuna frá þegar hakkið er brúnt.
Skerið niður grænmetið, þarf ekkert að vera mjög smátt. Mýkið grænmetið á pönnu, bætið hvítlauknum og kóríanderinu við. Nú má bæta hakkinu aftur út í.

Bætið rjómaost við og látið hann bráðna, passið að hann sjóði ekki. Bætið sýrðum rjóma og annarri dósinni af salsasósu útí. Kryddið með chilidufti og Fiesta de Mexico, verið ekkert að spara kryddið!

Setjið blönduna á fajitakökurnar og rúllið upp. Leggið í eldfastmót, með samskeitin niður.
Dreifið úr seinni krukkunni af salsasósu yfir vefjurnar og skellið svo dágáðum slatta af rifnum osti yfir.
Bakið við 180°c í 10 mín eða þangað til osturinn er bráðnaður.

Þetta er rosalega gott og ekki síðra endurhitað daginn eftir.
Just ask yourself: WWCD!