Ég bakaði í fyrradag þessa líka glæsilegu og mjög góðu skúffuköku, og vill deila með ykkur uppskriftinni svo þið getið komið vinum/kærustu - kærasta/fjölskyldu á óvart.

Það eina sem þú þarft er:
-Hveiti
-Sykur
-Lyftiduft
-Natron(Matarsódi)
-Salt
-Kakó(ekki drykkjarkakó)
-Smjörlíki
-Mjólk
-Egg
-Vanilludropar.


Svo auðvitað líka form, 1 stk. ofn og hrærivél.
En já, þú byrjar á því að láta:

1 1/3 bolla hveiti
1 1/2 bolla sykur
1 1/4 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. natron(matarsódi)
1/2 tsk. salt
3 matsk. kakó
1/2 bolli brætt smjörlíki (c.a 100 g)
1 bolli mjólk
1 tsk. vanilludropar
2 egg.


Þessu er svo hrært saman þannig að það séu engir kögglar, né neitt á botninum í skálinni. (Treystið mér, þið viljið ekki fá í kökunni ykkar klump af hveiti og jukki.)
Svo þegar það er búið, þá er skellt kökunni í formið.

Svo beint inní ofn, sem á að vera stilltur á “Yfir og undir” hita, á 175-200°C.

Krem ofan á kökuna:

Miiiikill flórsykur
Vatn
Kakó

E.t.v snefill af piparmyntudropar.

Hálf skál af flórsykri, svo pínulítið vatn, ALLS EKKI MIKIÐ, því þá skemmirðu kremið. Þú lætur frekar lítið og bætir svo á.

Hrærðu saman, og þegar kakan er komin útúr ofninum, og kæld, þá skellirðu kreminu á og hendir á þetta kókos ef þú vilt.


Þá er þetta komið, og nú geturðu hafist handa við að háma í þig skúffuköku :).
stjórnandi á /bretti, /vetraríþróttum og /heimilið