Rifsberja- og Sólberjahlaup Jæja, nú ætla ég sko alldeilis að vera mikil húsmóðir. Það vaxa nenfinlega svo mikið af rifsberjum og sólberjum í garðinum hjá mér að ég fór út að tína og svo hringdi ég í ömmu og bað hana um uppskrift af rifsberja og sólberjahlaupi. Hún kann sko alveg á þetta, búin að gera svona hlaup í mörg ár. En hér er uppskriftin:

Rifsberjahlaup

Maður týnir rifsber og passar að láta stilkana fylgja með og líka svolítið af óþroskuðum berjum og jafnvel eitt og eitt lauf. Ástæðan er sú að í þessum grænu hlutum er mikið af náttúrulegu hleypiefni og maður þarf ekki að bæta neinu við.

Rifsberin skolar maður síðan og setur í pott með öllum stilkunum og þessum tveimur laufum sem fylgdu með, ásamt 1 dl af vatni fyrir hvert kíló af rifsberjum. Þetta lætur maður sjóða við svona mátulega vægan hita þar til þetta er gjörsamlega mauksoðið. Það er ágætt að láta þetta malla svolítið.

Síðan bætir maður við 1 kg af sykri fyrir hert kíló af rifsberjum sem maður var með og hrærir vel og lætur suðuna koma upp. Þetta er svo látið sjóða í nokkrar mínútur og síðan er maukið sigtað þannig að stilkarnir og laufið og annað drasl síist frá, í litlar glerkrukkur. Það er betra að nota litlar en stórar þar sem hlaupið storknar betur í þeim.

Svo er bara að bíða eftir að þetta storkni og svo bara njóta. Æðislegt ofan á osta eða í sósur og aðra rétti :) Svona hlaup á alveg að endast í allavegana ár ef það er geymt í ísskáp, sykurinn virkar sem náttúrulegt rotvarnarefni.

Uppskrift af sólberjasultu er alveg eins nema þar notið þið sólber í staðin fyrir rifsber :)
Kveðja,