Ég borðaði dýrindis mat í kvöld(skírdag). Það kallaðist einfaldlega Raclett. Þetta er grillpanna sem er höfð á borðinu og stungið í samband. Nefnd eftir frægri ostategund sem ber þetta nafn Raclett. Málið er að maður eldar sjálfur matinn, t.d. er skorið niður nautakjöt í sneiðar og hver og einn steikir bitann á pönnunni. Mjög áhugavert að hafa tví- eða þrírétta jafnvel og mæli ég með nautakjöti, kjúkling og lamb eða villibráð. Passa uppá auðvitað að steikja kjúkling vel.
Undir pönnunni eru sköflur hálfgerðar(yfirleitt 2 á mann) sem maður lætur kartöflur, grænmeti, ávexti eða hvað sem er og gott að láta svo þennan Raclett ost yfir. Ég mæli með að þið notið forsoðnar íslenskar kartöflur(fást í Hagkaup) eða þá að vera búin að forsjóða kartöflur og skræla, sveppi, brokkólí, eggaldin og Mangó í skófluna undir pönnunni.
Meðlæti getur verið hvað sem þér dettur í hug. Ég mæli með fersku grænmeti, PicNic kartöflustráum og Baquette snyttubrauði. Sósur velur þú eftir því hvernig kjöt þú ert með. Bernaise virkar fínt þar sem ég mæli eindregið að þið notið naut á grillið.
Þetta er ekki svona máltíð sem maður gerir í flýti eða hefur 2svar í viku heldur meira á hátíðum, og það er ástæða fyrir því. Maður getur ekki borðað þetta hratt. Maður er að steikja, krydda, hita kartöflur og margt að gerast að maður verður bara að gefa sér tíma í þetta og njóta stundarinnar, því mörgum þykir þetta mjög spennandi, yngstu kynslóðinni jafnt og þeim eldri.
Raclett grillið ætti að fást í helstu raftækjaverslunum landsins, og ekki er það of dýrt heldur. Kíkið í Elkó, þetta er til þar.