Asískur kjúklingaréttur
Fyrir fjóra:
750 gr. kjúklingabringur
1/2 laukur
2 pressuð hvítlauksrif
1 matskeið smátt saxaður ferskur engifer
2 matskeiðar sítrónusafi
3 tsk ground coriander
3 tsk ground Cumen
3 tsk garam masala
1 tsk salt
1 dl. hreint jógúrt
Skerið kjúkling í stóra bita, 3 cm á hlið. Blandið saman lauk, hvítlauk, engifer, sítrónusafa, kryddi, helst í matvinnsluvél. Bætið við jógúrt og blandið. Þekið kjúklinginn með maukinu og marinerið í sólarhring. Gott er að vera búin að stinga að aðeins í kjúklinginn með hníf eða gafli. Að sólarhring liðnum er hann grillaður úti eða í ofni.
það er gott að þræða kjúklinginn upp á grillpinna sem lagðir hafa verið í
bleyti.
Með kjúklingnum eru borin fram hrísgrjón og hin þekkta Sampoor sósa:
1/2-1 banani
3 dl sýrður rjómi
1 fínsaxað hvítlauksrif
2 tsk Madras mild curry duft
2 tsk rautt Ravalapindi karrí (er yfirleitt ekki til, þess í stað er fínt að nota rautt taílenskt karrí) 1/2 tsk jurtasalt 20 dropar af millisterku Uurkana (þið eruð heppin ef þið náið í það, ég nota tabaskósósu með ágætum árangri)
Stappið bananann og blandið saman við hann sýrðum rjóma og kryddi. Berið
fram kalt