Sælar,
Ég ætla að deila með ykkur einni uppskrift sem ég lærði frá fjölskyldunni sem ég starfaði sem au-pair hjá í Mílanó á Ítalíu. Þetta er frábær parmesan ostakaka sem fer létt í maga.
1 dl af tekex mulningi
3 tsk af sykri
3 tsk af smjörva
1 dl af parmesan osti
0,5 dl af rjómaosti
3 tsk af sýrðum rjóma
4 tsk af vanillu dropum
5 tsk af grand marnier
1 matskeið af salti
4 egg
1. Hitið ofninn upp í 175 gráður.
2. Hrærið saman tekex mulningnum og sykrinum, hellið svo brædda smjörvanum saman við. Kremjið þetta saman í form og bakið í ofninum í 10 mínútur.
3. Blandið saman í stóra skál parmesan ostinum, rjómaostinum og sýrða rjómanum. Þegar þessi hráefni hafa blandast vel þá bætiði við saltinu og líkjörnum og blandið það við á lágum hraða í blandara eða hrærivél.
4. Bakið svo þetta í ofninum í 20 mínútur og þegar það er tilbúið hellið á tekex botninn og kælið í ísskáp.
Ítalirnir vilja bera þetta fram með rósavíni, mygluostum og vínberjum. Stelpur, þessi ostakaka er mjög fljótleg og tilvalin í saumó. Sumir vilja raða vínberjum ofan á kökuna eða bara ávöxtum eftir smekk.
vona að þetta smakkist vel.
kv. Hanna