Heyrðu skokkaðu nú útí apótek og fáðu hjá þeim töflur, ekki lyfsseðilsskyldar, sem heita Cuisinetin, taktu tvær á dag í 3 daga og voilá!..
:)
En í alvöru talað, þá er eldamennska eitthvað sem maður lærir ekki án þess að “gera” og maður verður aldrei sérlega góður kokkur án þess að gera mikið af því. Því þetta er oft spurning um tilfinningu og líka er ótrúlega mikilvægt að ganga vel um (t.d. þrífa jafnóðum eftir sig).
Ég er barn einstæðrar móður og hef verið að elda frá því ég var 11-12 ára. Það fyrsta sem ég lærði að elda var brauð með bökuðum baunum og bræddum osti (uppáhaldsmaturinn minn árum saman). Eiginlega verðurðu bara að taka hana mömmu þína í bakaríið aðeins. Það er ömurlegt að flytja að heiman og kunna ekkert að elda (eða þvo eða þrífa eða kaupa inn eða fara með peninga…). Ég bjó með svoleiðis manneskju og enn í dag hef ég rosalega samúð með henni. Í dag þakka ég móður minni óendanlega fyrir að hafa látið mig t.d. deila ábyrgðinni með henni, því ég lærði að þvo þvott, elda mat, gera við sokkabuxur og allskonar lítil tips&tricks sem geta bjargað lífi manns.
Ég held þú ættir bara að ræða alvarlega við foreldra þína um að sinna þessum þætti uppeldisins líka…. LOl Ég er nú eiginlega bara að grínast…
Hvað með að drífa þig snemma á fætur einn morguninn og vera búin að taka til morgunmat og sýna þannig að þér er alvara. Það er ekki mikið mál jafnvel að búa til “french toast” og svoleiðis littla gúmmulaðirétti sem öllum finnast góðir… :)
Allavegana gangi þér vel, krúsídúlla og ekki gefast upp!
L.
PS: “french toast” er kallað “armur riddari” á mínu heimili og er brauð sem er velt uppúr eggi hrærðu saman við mjólk og steikt á meðalhita á pönnu, stundum líka velt uppúr kanilsykri áður en maður setur það á pönnuna. Ef ekki kanilsykur, þá er notuð sulta á brauðið eftir að búið er að steikja það. Nota frekar smjörva eða smjörlíki, heldur en olíu, útaf bragðinu. Mjög einfallt og ógeðslega gott (að vísu gríðarlega fitandi, en horrenglunum heima hjá mér er alveg sama..).