Grilluð Hunangssteik
Dugar handa sex manns
Magn Mælieining Innihald - Meðferð
——– ———— ——————————–
2.5 kíló Nauta sirloin steik
2 matskeiðar Rauður pipar - kraminn
1 teskeið Svartur Pipar
2 Hvítlaukslaukrif - kramin
1 Stór Laukur
1 Bolli laukur
Sneyddu laukinn smátt. Blandaðu innihaldinu vel (fyrir utan kjötið). Marineraðu steikina í 7-8 klukkustundir.
Fjarlægðu kjötið úr marineringunni og grillaðu eftir smekk.
Hitaðu afgangsmarineringuna og helltu yfir kjötið
BjórSteik
Magn Mælieining Innihald - Meðferð
——– ———— ——————————–
6 Nautasteikur
1/4 bolli Púðursykur
1 1/2 matskeið Kornótt sinnep
1 matskeið Hvítvínsedik
1 Laukur - Smátt sneyddur
1 bolli bjór (áfengur)
Blandaðu öllu innihaldinu saman (fyrir utan kjötið) á pönnu. Settu á hæsta hita og um leið og það byrjar að sjóða, lækkaðu þá hitann og leyfðu þessu að malla í 10 mínútur. Kældu.
Helltu blöndunni í fat og settu steikurnar í fatið og leyfðu þeim að liggja þar í 1 - 2 tíma, snúðu steikunum annaðslagið og penslaðu.
Settu svo kjötið á grillið og grillaðu þangað til það er orðið gullbrúnt.
Magn Mælieining Innihald - Meðferð
——– ———— ——————————–
1 matskeið Púðursykur
1 matskeið sætt paprikuduft
1 teskeið sinnep (ekki sætt)
1/4 teskeið svartur pipar (heill)
1 teskeið blandaður pipar (heill)
2 þykkar lundir (nauta/lamba)
Blandið innihaldinu saman í skál og hrærið vel.
setjið svo lundirnar í skálina og nuddið piparnum vel inní kjötið.
Kjötið er svo sett á grillið og penslað með afgangnum af blöndunni á meðan það er að grillast.
Vonandi náið þið að prufa eitthvað af þessu áður en góða veðrið hverfur frá okkur :)