Ég varð að setja þennan rétt hérna inná þar sem að hann er einn af uppáhalds réttunum mínum… þetta er algjört lostæti fyrir ostaunnendur =)
um 15 sneiðar formbrauð
1 stk. Stóri Dímon
1 stk. Camembert ostur
1 stk. Piparostur
1 stk. Hvítlauksostarúlla
2 dl. Rjómi
100 g. Ferskir sveppir
1/2 stk. Kúrbítur (zucchini)
70 g mozzarellaostur rifinn
Aðferð…
Skerið kúrbítinn í litla bita og steikið með sveppunum upp úr smjöri. Setjið á sama tíma ostana, þ.e. Stóra Dímon, Camembert, Piparostinn og hvítlauksostarúlluna í pott og bræðið ásamt rjómanum án þess að það sjóði. Rífið síðan brauðið niður í smurt eldfast mót. Setjið steiktu sveppina og kúrbítinn þar yfir og hellið ostablöndunni yfir allt saman. Stráið mozzarellaosti yfir réttinn.
Bakið í 25 mínútur við 200°C
Sumum finnst gott að bera fram sultu/hlaup með réttinum =)
Verði ykkur að góðu ;)