á því og elda fyrir allann pakkann, 5 manns og mig, á föstudagskvöldinu.
Eins og oft áður þá drógum við hver þurfti að keyra og hinir voru komnir í bakkusarslag inn í miðjum hvalfjarðar göngunum. Og þar sem ég vissi að ég var með stefnumót við bjórkónginn þá ákvað ég að hafa þetta einfalt og þæginlegt, þannig að ég byrjaði á kjötinu áður enn við lögðum af stað.
hálf svínalund á mann (rétt undir 500g)
piparostar um 1 1/4 á lund,
tanstönglar og sláturband
salt og pipar með kvörn
Meðlæti
Hvítlauksbrauð frá myllunni
Gular baunir
1/2 rjómi,
Bökuð kartafla
Salt og pipar snakk
2 pakkar íslenskir gæðasveppir (hvítir)
3 pakkar pipar sósa
Hver lund var rétt undir kílo, valdi frekar þéttar og flottar lundir, mikilvægt að þær séu ekki þunnar .
Fyrst var kjöti undirbúið áður en lagt var af stað
Skorið í það endilangt, ekki í gegn, svona 70% í gegn, síðan var sitthvor hliðin einnig særð, þannig að plús far( + ) var innaní ef lundinni hefði verið lokað.
Síðan var salti og pipri nuddað vel í sárið,gott er að nota bara hendurnar og þá stækkar maður einnig hólfið fyrir ostinn , piparosturinn britjaður niður og TROÐIÐ eins miklu og hugsanlega komst fyrir þannig að osturinn stóð næstum uppfyrir.
En var troðið og sinnhvor hliðin teigð, látin mætast og tannstöngli stungið í. Þetta er gert út alla lundina þannig að hliðin sem visar upp lítur út eins og járnbrautarteinn.
Síðan er sláturbandið tekið, dágóður spotti kliptur af, miðjan valinn, sett yfir og undir fyrsti tannstaungulinn og svo vixlað með nokkurskonar x saumi án þess að binda neinn hnút.
Í endan er síðan bandið strekt örlítið og bundið saman.
Þetta tekur styttri tíma að gera en að lesa hvernig á að gera þetta =) .
Svo er lundinni hent á álpappír, slurk af ólivolíu helt yfir og fult af pipar og salti og loks er álpappírnum lokað varlega, því tanstönglarnir gera gat á álpappírinn.
Ég kaus að gera þetta áður en við lögðum af stað, því bæði er gott að láta saltið og piparinn lyggja aðeins í og á kjötinu og svo gefur það manni betri tíma til undirbunings.
Þegar við komum í bústaðinn þá var strax farið í pottinn og svo eftir meiri bjór og burzl þá hentist ég upp úr, fíraði á grillinu, karteflur á og fór að gera sósu.
Byrjaði á að smella sveppunum á skurðarborð, saxaði niður og steikti á pönnu með smjöri, á sama tíma var ég að gera piparsósu í stórum potti, svo var öllu sullað saman, rjóma bætt í (1/2 lítra ) , hálfur piparostur sem var í afgang datt alveg óvart með í sósuna og brot af salti, sullað aðeins meir saman og tekið af hitanum og látið standa í pottinum.
Síðan var kjötinu hent á grillið, 3/4 hita, 3 lundir á neðra grilli. Síðan var labbað að strákunum, hent kaldri fötu yfir allan pottinn, kom til baka henti brauðinu á efri hilluna, snéri kjötinu smá á sitthvora hliðina í svona tæpa mínutu. Skokkað inn diskum hent á borð og glös, skál af salt og piparsnakki mitt borð, slatti af sósu í könnu á borðið. Skokkað aftur út , varlega látið kjötið vera í smá stund
á tanstöngla hliðinni, Í heildina var kjotið svona 25 min á grillinu. ekki allan tíman á neðri grindini samnt, fék að standa í svona 7 min á efri grind.
Hægt og rólega vippaði ég álpapírnum af og skar í stærstabitan í miðjunni til að athuga hvort það var eithvað blóð eftir í kjötinu. ef það er blóð má alveg henda því bara aftur á grillið og fylgjast bara vel með því.
Svo kemur skemtilegi parturinn
Ef þið hafið lesið þetta hér fyrir ofan, þá er enn þá sláturgarn og tanstaunglar í kjötinu, trixið er að taka alla tannstaunglana úr og toga svo bara í bandið og volla =) bandið laust, ekkert drazl í kjetinu, og falleg salt/pipar svínalund með bráðnuðum piparosti í miðjuni er fyrir framan ykkur.
Svo er bara að byrja að borða
Ég gef þessu 9 í einkunn af 10 mögulegum, tekur í mestalagi 1 klst í heildarvinnu sem er skemtilega sami timi og fyrir góða karteflu að bakast á góðu grilli og ef þið hafið undirbúið kjötið getið þið sest inn og spjallað við gestina eða helt stórri fötu með kölduvatni yfir þáeins og ég gerði. =)
Njótið vel
Raggi Smillingu
“Keep smiling, it makes people wonder what you're up to.”