Það sem fer í uppskriftina mína er venjulega það sem ég á í ískápnum af afgöngum.
Það sem ég lista hérna er bara ein tillaga, auðvitað má setja hvað sem er útí, þessi réttur verður líka aldrei eins :-)
Hráefni:
1 pk Lasagna frá Knorr
4-500 gr nautahakk
150 gr ferskir sveppir
1 dós niðursoðnir tómatar
3 dl mjólk
5 dl vatn
1/4 úr dós af Beikonosti eða öðrum smurosti
3 matskeiðar af salsa sósu
Afgangar af baunum (gular og grænar)
1/2 Piparostur
Ostafgangar (þegar of lítið er eftir til að skera í sneiðar)
Hvítlauksgrillsósa eða sýrður rjómi 3 matskeiðar
Gratínostur, eða venjulegur ostur ofaná.
Ofninn er hitaður í 180°C
Hakkið er steikt í potti og kryddað að vild t.d með season all, hvítlauks dufti og Cajun kryddi frá McCormick.
Sveppirnir eru skornir í bita og bætt í pottinn.
Tómatarnir fara næst útí, ef þetta eru heilir tómatar af gott að skera þá niður fyrst.
Mjólkin og vatnið fer næst, og Lasagna duftinu er hrært útí, passa þarf að hræra út alla kekki af duftinu.
Næst fer Beikonosturinn útí, og svo set ég salsa sósuna útí,ef til eru afgangar af baunum gular eða grænar fara þær með, ostinn sker ég í bita og bæti útí.
Mjög gott er að bæta útí hvítlauksgrillsósu eða sýrðum rjóma.
Þetta er látið malla í rúmlega fimm mínútur, og sett svo í form, sósa, plötur, sósa o.s.frv. Gott er að eiga auka plötur ef sósan er mikil. Svo fer rifinn gratínostur ofaná (eða bara venjulegur ostur í sneiðum).
Þetta er bakað í 180°C heitum ofni í 30-35 mín (Þetta miðast við blástursofn).
Meðlæti er svo ferskt salat eða hrásalat og brauð með smjöri.
Verði ykkur að góðu
Angua
Si hoc legere scis, nimis eruditionis habes