Fyrst að einfaldar uppskriftir njóta svona vinsælda ætla ég að láta tvær fljóta með hérna. Titillinn á greininni er fyrir bók sem mig langar til að gefa út með þessum uppskriftum og fleiri.
* * * * *
Beikon ala Mal-3
Kveiktu á hellu og stilltu á hæðsta.
Settu örlítið smjörlíki á pönnuna.
Takta beikonsneiðarnar og raðaðu á pönnuna, helst ekki ofaná hvora aðra.
Þegar þær byrja að steikjast er ágætt að snúa þeim við eftir áhuga og hentugleikum.
Takið af pönnunni og setjið á disk þegar reykskynjarinn fer að væla.
Varúð!!!
Ég mæli sterklega með að það sé ekki reynt við þessa uppskrift ef maður er nakinn!
Sælkerapylsur Piparsveinsins
Setjið vatn í pott.
Kveikið á hellu og stillið á hæðsta.
Látið það magn af pylsum sem óskað er eftir í pottinn.
Ef þær fljóta ekki þarf að bæta við meira vatni.
Sjóðið (vatnið bullar þegar þetta sýður) þar til pulsur byrja að rifna endilangar.
Færið pott af hellu og munið að slökkva undir. Athugið að potturinn er MJÖG heitur.
Setjið pottinn tildæmis á stálvaskinn og fiskið pulsurnar upp úr vatninu með hentugu verkfæri og setjið á disk.
Athugið að þetta er tilvalinn réttur til að elda ef maður er nakinn.
Ef þið hafið fleiri svona uppskriftir, endilega látið þær flakka. Ég áskil mér rétt til að birta þær ásamt nafni sendanda.
P.S. Ég er að hugsa um að gera þetta að bókaseríu þar sem næsta bók verður “Hvernig á ekki að næla í konu”. Þar verða listaðar allar aðferðir sem virka ekki til að ná í kvenfólk til að spara þeim sem eru seinheppnir í kvennamálum tíma.