Þessi ís er sko algjört sælgæti og ég verð bara að deila með ykkur uppskriftinni af honum. Ógeðslega gott!!!

Toblerone ís með Baileys

60 gr sykur
4 egg
5 dl þeyttur rjómi
100 gr brytjað Toblerone
1/2 bolli Baileys (má alveg vera aðeins meira)
1 bolli Nóa-kropp

Sykurinn og eggin eru þeytt saman þar til þetta verður svona létt að lokum er hinu dótinu bætt við. Þetta er svo sett í eitthvað form og inn í frysti þar til ísinn er frosinn :) Man ekkert hvað það tekur langann tíma, en þessi ís er alveg geggjaðslega góður.

Svo er hér líka uppskrift af æðislegri ís-sósu:

4 Mars súkkulaðistykki (lítil)
1 peli rjómi
100 gr súkkulaði

Þetta er svo hitað saman á vægum hita í potti og hrært í á meðan þar til allt er bráðnað. Svakalega gott líka :)

Svo ef þið viljið uppskrift af bara plain rjómaís:

2 dl sykur
4 egg
5 dl þeyttur rjómi
ca 1/2 -1 tsk vanilludropar (eða bara eftir smekk)

Svo má auðvitað setja allskonar bragðefni í stað vanilludropa, s.s. piparmyntudropa, bananadropa, súkkulaði, bláber, jarðaber eða bara það sem hentar smekk hvers og eins.

Eggin og sykurinn þeytt saman fyrst, svo rjóminn og hitt dótið. Svo bara eins og áður, skella í form og frysta í frystinum :)
Kveðja,