Snúðapizza barnanna
Deig:
7 dl hveiti
50 g pressuger eða 1 bréf þurrger
3 dl volg mjólk eða vatn
1 tsk. sykur
2 msg. olía
Fylling:
1 bolli sósa
150 gr skinka söxuð
2-3 matsk saxaður graslaukur
1 lítil dós ananas kurl (má sleppa)
1 bolli rifinn ostur
1 tsk pizzukrydd eða oreganotimian eftir smekk
Setjið hveitið í skál, myljið pressugerið í bolla og leysið það upp í 1 dl af vökva eða blandið þurrgerinu saman við hveitið og hellið vökvanum út í. Blandið öllu vel saman og hnoðið þar til deigið er slétt og sprungulaust. Fletjið deigið út í aflangan ferning og setjið fyllinguna á.
Fylling t.d. góð sósa, skinka, pepperoni eða annað eftir smekk. Rifnum osti stráð yfir.
Rúllið upp í lengjur og skerið í snúða. Látið lyfta sér aftur í ca 30 mín. Raðað í form eða plötu. Rifnum osti e,t,v, stráð yfir. Bakað í ca 20 – 25 mín í 180°(e.t.v. minna)
—-
Kveðja sbs
<a href="http://www.sbs.is/>sbs.is</a