ÞÝSK EPLAKAKA
Vel heppnuð gamaldags þýsk eplakaka
Hráefni:
750 g hveiti
2. pk þurrger
150 g sykur
3 - 4 tsk. Vanillusykur
1 tsk. Salt
150 g smjör
rifinn börkur af einni sítrónu
2,5 dl ylvolg mjólk
2 egg
Fylling
2 kg epli
150 g hakkaðar möndlur
100 g rúsínur
100 g sykur
2 tsk. Kanill
5 - 6 msk. Sítrónusafi
Þessi uppskrift er tvöföld. Útbúið gerdeig úr efnunum hér að ofan í hrærivél. Hræritími: 5 - 6 mínútur. Hyljið síðan hræriskálina með hreinni diskþurrku, komið henni fyrir á hlýjum stað og látið deigið lyftast í 20 - 30 mínútur.
Klæðið tvær bökunarplötur með bökunarpappír. Skiptið deiginu í tvennt og fletjið það út svo að það passi á plöturnar. Stingið nokkrum sinnum í það með gaffli. Flysjið eplin, fjærlægið kjarnana og skeið í þunna báta. Dreifið þeim yfir deigið á báðum plötunum. Skolið rúsinurnar og þerrið. Hrærið kanilinum saman við sykurinn og blanið saman við hann hökkuðu möndlunum og rúsínunum. Sáldrið þessari blöndu jafnt yfir báðar plöturnar og ýrið sítrónusafanum yfir. Látið deigið nú lyfta sér í 20 mínútur til viðbótar. Setjið síðan plöturnar í ofninn á 2. og 4. hæð, stillið á 3D-blástur, hafið hitann í 140 - 160°C og bakið í 50 - 60 mínútur. Berið fram með þeyttum rjóma handa vinum og vandamönnum. Bon appétit!
—-
kveðja sbs
<a href="http://www.sbs.is">sbs.is</a