Uppáhalds uppskriftin mín er af hinum æðislega rétti “Fiskur í Fati”. Hann er ekki bara ótrulega góður heldur er fínt að gefa börnum sem vilja annars ekki borða fisk hann.
Ok þú þarft að hafa, ýsu flök(eða hvernig fisk sem þú villt, ýsan er alltaf best að mínu mati), spaghetti, tómatsósa, rasp og ost.
Þú sýður spaghettíið, skerð fiskinn niður í litla bita, kryddar hann aðeins með sítrónupipar og rífur niður smá ost, þú lætur svo fiskinn, spaghettíið og raspið í eldfast mót og hrærir vel saman. Skerð svo ost með ostaskerara og lætur eftir smekk ofaná spaghettíið og það, læturð svo tómatsósu yfir ostinn og raspi svo yfir allt saman. Lætur í ofn í ca 200°C þangað í svona 10 mín eða þangað til að rétturinn er orðinn gullinn.
Berð fram með grænmeti, helst tómutum og kartöflum. Það má líka skera kartöflur niður í bita og láta þá með spaghettíinu, það er mjög gott.
Ef að þú ert að reyna að láta barn borða fisk en það vill það ekki er þessi réttur tilvalinn því að fiskurinn blandast með spaghettíinu og ostinum.