Þessi réttur er agalega einfaldur og fínn fyrir okkur strákana sem búa einir og kunna lítið að elda.

Ath! fer alltaf eftir eigin smekk og eyra þannig að ég hef ekki hugmynd um það hve mikið fer í þennan rétt. Lærði hann af Ítölskum vini mínum

Sósa:
1-2 Msk. Mascarpone rjómaostur
1-3 flísar af Gráðaosti
Mossarella eða eitthvað því líkt, man ekki hve mikið
Parmezan eftir smekk, helst nógu andsk. mikið =)
Svartur pipar, nóg af honum.
niðursneiddir tómatar úr dós, svona rúmlega helming af dósinni ofan í, mátt alveg setja allt saman.
Hræra vel mascarpone ostinn, gráðaostinn og allt heila klabbið,, bæta parmezan og svörtum pipar meðna hrært er eftir smekk.

Svo er soðið Tortellini pasta (sem ferskast) og sósunni skellt á, strá svo meiri parmezan ofan á og hafa máski hvítlauksbrauð með?


Svo er hægt að breyta sósunni með því að hafa lax í stað tómata, ATH! ekki reyktan lax!!!!! =)


Zorglu
—–