Matarþættir á BBC Prime Ég hef að undarförnu horft mikið á matarþætti á BBC prime, það eru margir góðir þættir þar sem flestum sem þykir gaman af matargerð ættu að hafa gaman af.

Hér eru nokkrir þeirra.

“Ready, Steady, Cook”

Hinn skemtilegi kokkur Ainsley Harriott sér um þennan þátt, hann er svoleiðis að í hverjum þætti koma 2 gestakokkar og 2 gestir, gestirnir eru með eitthvað hráefni sem hefur kostað þá eitthver pund og hver gestur fer til síns kokks með hráefnin, kokkurinn ákveður svo hvað hann gerir með hráefnin og eldar með hjálp gestsins það á innan við 20 mínutur. Svo ákveða áhorfendurnir hver vann með því að lifta upp spjaldi sem er með mynd af annaðhvort grænni papriku eða rauðum tómat en það eru liðinn.
Svo eftir það koma Ainsley og kokkarnir 2 og Ainsley kemur með eitthver hráefni sem hann hefur valið, kokkarnir segja hvað þeir ætla að gera við þá og áhorfendurnir ráða hver fær að gera sína uppskrift.
————————-
“Celebrity Ready, Steady, Cook”

Alveg eins og venjulegi þátturinn nema að það koma frægt fólk sem gestir, ég kannast nú sjaldan við þá, nema stundum koma eitthverjir úr frægum þáttum sem eru sýndir hér eins og Nágrannar.
————————-
“Meals in Minutes”

Annar þáttur með Ainsley, í þessum fær hann eitthverja gesti sem hafa lítinn tíma og fynnur góðar uppskriftir fyrir þá.
————————-
“Big Cook Out”

Einn annar Þáttur með Ainsly, í þessum er hann að ferðast um Ameríku og gerir uppskriftir frá hverjum og einum stað.
————————-
“The Naked Chef”

Jamie Oliver eldar heimahjá sér allskyns mat, þættirnir eru sýndir á stöð 2 á miðvikudags kvöldum klukkan 7:30.

———————–
Kveðja sbs
<a href="http://www.sbs.is">www.sbs.is</a>
huldak@islandia.is