400 g rjómaostur
150-200 g flórsykur
250 g hafrakex
500 ml rjómi, þeyttur
10 stk matarlimsblöð
50 g smjör, brætt

Hafrakexið er mulið fínt í matvinnsluvél og bræddu smjörinu hrært saman við. Þetta er sett í botninn á smelltu formi og þjappað með hendinni þannig að kexið myndi þunnan og jafnan botn. Kælið.
Matarlímið er lagt í bleyti. Ostinum og sykrinum er hrært saman þar til það er orðið að kremi. Magn sykur fer eftir því hve sætt bargðefni á að nota í kökuna. Bragðefnið er því næst hitað og matarlímið er brætt í því. Bragðefninu er síðan hellt saman við ostablönduna og hrært vel í. Rjómanum hrært út í strax á eftir. Þessu er hellt saman við ostablönduna og hrært vel í. Rjómanum hrært út í strax á eftir. þessu er síðan hellt ofan í kexlagið í forminu og kælt.
Ef nota á hlaup ofan á kökuna er búinn til lögur úr ávaxtasafa eða úr því bragðefni sem á að nota. Matarlímsblöð sem samsvara 16 blöðum á hvern lítra eru mýkt í köldu vatni. Lögurinn hitaður að suður, matarlímssett út í og lögurinn síðan kældur niður. Þegar lögurinn er sottur ofan á kökuna er hún höfð í forminu. Kakan þarf að vera orðin köld og lögurinn eins kaldur og mögulegt er án þess að hann sé farinn að stífna. Þegar lögurinn er komin í formið, ofan á kökuna er hún kæld.

það er hægt að nota bragðefni nánst bara hvað sem manni dettur í hug t.d.
Súkkulaði
bismark brjóssykur
peru brjóssykur
Tyrkisk pepper

og bara hvað sem manni dettur í hug!
ef það eru notaðir brjóssykar þá er matarlimið brætt með örlitlu vatni ekki miklu! bara botnfilli í litlum potti ;) og er mölvaður með buffhamri eða bara einhverju ;)
Ofurhugi og ofurmamma