Kjúklingasalat fyrir 4-6
4-6 kjúklingabringur
½ gul paprika
½ rauð paprika
ca ½ haus salat
1 lítill rauðlaukur
ca.15 sérrýtómatar
feta ostur, eftir smekk
1 bréf beikon
furuhnetur (pine kerner)
ferskt basilikum
ferskur parmesan
Grillið kjúklinginn og skerið í strimla. Þurrsteikið beikonið þannig að það verði stökkt og brjótið í bita. Ristið furuhneturnar á þurri pönnu. Saxið laukinn, skerið paprikuna í bita og kokteiltómatana til helminga.
Raðið salatblöðum á fat (ekki í skál). Svo kjúklingastrimlum, papriku, tómötum feta osti og rauðlauk. Hellið dressingunni yfir og stráið hnetum og beikoni ofaná . Skreytið með basilikum og parmesan osti.
Berið fram með góðu brauði og hvítvíni.
RemusLupin.