Karabískur ofnréttur með rommi
Hráefni:
50 g smjör
4-6 bananar
1 dós ananasbitar (340g)
1 dl rúsínur
3/4 dl sykur
1/2 dl romm
Sósa:
1 dl sýrður rjómi
1 dl rjómi
1 msk flórsykur
1 tsk vanillusykur
1. afhýðið banana og steikið í bræddu smjöri á pönnu þar til þeir verða gullinbrúnir. Raðið þeim í eldfast mót.
2. Setjið nú ananasbita, rúsínur, sykur og romm á pönnuna og hleypið upp suðu.
3. Hellið blöndunni yfir bananana í fatinu. Rétt áður en rétturinn er borinn fram er fatinu stungið inn í 175°C heitan ofn í fimm mínútur.
4. Þeytið saman sýrðan rjóma, rjóma, flórsykur og vanillusykur í mjúka sósu. Skreytið með sítrónumelissu eða myntublöðum ef vill.
(í sambandi með bananana þá er ekki ráðlegt að nota of þroskaða banana í þennan rétt því þeir maukast auðveldlega)