Lúða í masala-kryddhjúp:
2msk jurtaolía
1 laukur, smátt sneiddur
2 söxuð hvítlauksrif
1.5 msk. saxað engifer
1 tsk. cumminduft (fæst hjá Nings)
1 tsk. chilliduft
1 tsk. karrýduft
1tsk. fennelduft
1/2 tsk svart kardimommuduft (fæst hjá Nings)
1 tsk. salt
safi úr einni sítrónu
1 brúnt ferskt kóríander (fæst hjá Nings)
1/8 hluti af búnti af ferskri myntu (fæst hjá Nings)
1.25 kg fersk lúða
Lúðunni er skipt í 7 hluta og bitarnir maríneraðir í einni tsk. af salti og sítrónusafa. Lagt til hliðar.
Laukur brúnaður á pönnu, engifer og hvítlauk bætt á pönnunua og steikt í eina mínútu.
Bætið öllum þurrefnum á pönnuna, steikið í eina mínútu, setjið kóríander og myntu á pönnuna og steikið í þrjátíu sekúndur.
Setjið alla blönduna í matvinnsluvél og vinnið vel.
Hyljið fiskinn með Masala blöndunni, bakið fiskinn við 180°C í 7 mínútur eða þart til fiskurinn er bakaður.
Sum hráefnin í uppskriftina eru aðeins fáanleg hjá Nings. Kóríander og kúmen er ekki það sama í öðrum verslunum og hjá Nings. Ef tekið er fram að hráefni séu ætluð í indverskan mat veit starfsfólkið hvaða krydd er verið að byðja um.
Verði ykkur að góðu.
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“