Gulrótarkaka


1½ bolli matarolía
2 bollar sykur
4 egg
2 tsk lyftiduft
2 tsk kanill
1½ tsk sódaduft
1 tsk salt
2 bollar hveiti
2 bollar rifnar gulrætur (setja þétt í bolla)
1 bolli kurlaður ananas sem búið er að sigta vel
2 tsk vanilludropar

1 bolli saxaðar valhnetur (má sleppa)
1 bolli saxaðar rúsínur (má sleppa)

Hrærið saman olíu og sykri og bætið einu eggi í einu út í. Þurrefnum hrært saman við og að síðustu gulrótum, ananas, (valhnetum og rúsínum). Setjið í stórt eldfast form, t.d. bangsa eða barbí form, eða tvö minni og bakið í vel smurðu formi/formum við:
180 gráðu hita í 1 og ½ klukkustund.

Nú veljið þið annað hvort kremið!

Hefðbundið krem
50 g rjómaostur (vel mjúkur)
350 g flórsykur
sítrónusafi

Osti og flórsykri hrært saman og bleytt í með sítrónusafa. Kremið á að vera þykkt. Hjúpið kökuna vel með kreminu og svo má skreyta t.d. með valhnetum eða lita kremið með matarlit og teikna á kökuna eða punktasprauta kjólinn á barbí með mismunandi litum.

Finnskt krem
90 g rjómaostur (vel mjúkur)
4½ msk smjör/smjörvi (vel mjúkt/mjúkur)
1 tsk vanillusykur
pínulítið salt
4½ dl flórsykur

Hrærið rjómaostinum og smjörvanum saman og bætið restinni við.

ég prófaði þessa og hún heppnaðist rosa vel. Er samt en berti á bragðið
.