Hérna ætla ég að skrifa uppskriftirnar að 3 af uppáhalds eftirréttunum og sætindunum mínum. Allt þetta er rosalega fljótlegt að gera.
Perur í After eight sósu:
Þetta er alveg ótrúlega einfaldur eftirréttur sem er alveg ótrúlega góður. Það þarf einhverskonar kökuform (t.d. kringlótt pie form með þvermál u.þ.b. 30 cm.).
Þú snæðir niður perur. Skrælir hýðið af fyrst og svo skerðu hverja peru í 2 bita þannig að þú getur lagt hvern einasta bita á bakkann. Þá þarftu semsagt að legga alla perubitana á bakkann þannig að það sést varla í botninn lengur. Eftir þetta seturðu þetta inní ofn. Það er mjög mismunandi á hvaða hita og hversu lengi maður á að hafa þetta inní ofni en það á að hafa þetta inní ofni þangað til að perurna eru orðnar aðeins heitar (ekkert svo voðalega lengi og ekki á voðalega háum hita). Þá tekurðu perurnar úr ofninum. Þá þarftu að eiga After eight súkkulaði og þú setur After eight plöturnar ofan á perurnar þannig að það sé kannski svona 1 after eight plata fyrir hverjar 2 perur (kannski meira ef maður vill). Svo seturu þetta aftur inní ofn og bíður bara þangað til að After eight plöturnar eru orðnar að sósu (tekur ekki langann tíma). Þegar þær eru orðnar að gómsætri After eight sósu geturu svo smakkað á þessu. Það er líka ótrúlega gott að borða þetta með rjóma eða ís!!
Marengs eftirréttur:
Þetta er rosalega fljótlegur og rosalega sætur eftirréttur. Það er hægt að kaupa svona marengsbita útí búð og það er einmitt þannig sem að þú þarft fyrir þennan eftirrétt. Þú tekur svo fram svona kökuform eins og í fyrri uppskriftinni og þekur botninn á forminu með marengs bitum. Ofan á þetta kemur svo ís, smá rjómi og kívíbitar. Ísinn á að þekja allan marengsinn þannig að það sjáist ekkert í hann. Það er alls ekki nauðsinlegt að hafa rjóma en ef þú hefur rjóma, settu þá bara smávegis ofan á ísinn. Kívibitarnir eru í rauninni alveg nauðsinlegir fyrir þessa uppskrift. Þú þarft bara að skera þá niður og dreifa þeim á toppinn. Ef þú ætlar að geyma þetta, þá þarftu að sjálfsögðu að geyma þetta inní frysti. Mundu svo að það má alls ekki gleyma að borða þetta með heitri súkkulaðisósu :P
Piparmynntukúlur
Þetta hérna er sætasta konfekt sem ég hef nokkurn tímann borðað. Þetta er semsagt enginn eftirréttur heldur bara konfekt sem á að geymayfir langann tíma (ég meina að það er örugglega ekki gott að borða þetta eins og venjulegt nammi því þetta er virkileg sætt).
Þú þarft 2 kartöflur, u.þ.b 2-3 pakka af flórsykri (einn pakki = 400 g.) og piparmynntudropa.
Fyrst þarftu að sjóða kartöflurnar og hýða þær. Svo setur þú þær í skál og stappar þær (ágætt með gaffli) þangað til að það er enginn klumpur eftir heldur bara kartöflustappa. Svo byrjar mikil sykursturta. Þú þarft að hella flórsykri ofan í þetta og stappa á fullu meðan þú gerir það. Ekki hella og miklu í einu heldur skaltu bara hella einhverju, stappa þangað til að flórsykurinn er horfinn ofan í kartöfluna og hella svo meira. Það þarf semsagt mjög mikinn flórsykur í þetta. Stundum þarf allveg uppí 3 pakka eða meira. Það fer eftir því hversu stórar kartöflurnar eru. Einhverntímann þegar þú ert að stappa skaltu hella u.þ.b 10-15 dropum af piparmynntudropunum í þetta. Svo helduru bara áfram að stappa og hella flórsykur. Þú veist hvenær þetta er tilbúið útaf því að þegar þetta er tilbúið er þetta ekki lengur svona blautt og þú getur búið til litlar kúlur. Semsagt á að vera hægt að búa til litlar kúlur úr þessu og þetta á að vera orðið þurrt (Það kemur safi úr kartöflunum sem gerir þetta blautt). Svo býrðu semsagt til litlar kúlur úr þessu. Þær eiga að vera svona á stærð við nefið á þér (finn ekkert betra til að líkja við). Svo þegar þú ert komin með fullt af kúlum skaltu hita súkkulaði þannig að þú fáir heita súkkulaðisósu og svo seturu kúlurnar eina á fætur annari í súkkulaðisósuna og tekur hana upp aftur. Þá verður kúlan orðin þakin í súkkulaði. Það er líka hægt að dýfa kúlunum í kókos eftir að maður hefur dýft þeim í súkkulaðið.
Þetta er einstaklega gott en einstaklega sætt líka. Hún tekur kannski aðeins lengri tíma þessu uppskrft heldur en hinar.
Verði ykkur að góðu.
Kv. StingerS