Alveg síðann að pabbi minn flutti heim til Íslands þar sem að hann vinnur hef ég og bróðir minn hjálpað mömmu mini við eldamenskuna hér í Malmö í Svíþjóð þar sem við búum.
Bróðir minn gerir þá alltaf bara hamborgara sem að hann kann að gera en ég geri meira en það, sérstaklega vegna þess að ég vann á veitingastað í fyrrasumar og kann þess vegna nokkuð mikið um matargerð!!
Dæmi á réttunum sem að ég geri hér heima er Fajitas, Tacos og hin klassíska pizza sem ég nota mína eigin uppskrift fyrir.
Ég ætla þess vegna að rita þessa uppskrift hérna og mæli virkilega með henni fyrir þá sem að vilja hafa brauðið meira eins og alvöru brauð en ekki svona gervibrauð eins og á öllum fast food pizzeriunum.
Hérna kemur hún:

Deigið:

2 dl. Vatn
25 g. Ger
1 og hálf msk. Ólívuolía
einn fjórði - hálf tsk. Salt
1 og hálfur dl. Grahamshveiti
3 og hálfur dl. Hveiti
hálf msk. Sykur

Byrjið á því að hella 2 dl. vatni í skál. Vatnið á að vera við líkamshita (u.þ.b. 37 gráður). Það má ekki vera of heitt eða of kallt.
Hellið svo gerinu útí vatnið og öllu hinu útá líka.
Hrærið vel í þessu þangað til að þetta er vel blandað og vatnið eru búið að sökkva sig vel inní hveitið. Þá takið þið þetta í hendurnar og hnoðið. Bætið alltaf hveiti við ef að þetta er of blautt.
Þegar þið eruð komin með góða bollu sem er ekki of blaut setjið þið hana undir viskustykki eða eitthvað og látið deigið standa í 25 mínútur.

Stillið nú ofninn uppá 230.
Á meðan þið býðið eftir því getið þið búið til pizzusósuna sem að ég geri með því að sjóða krydd saman. Ég set Ólívuolíu í pott annig að botninn sé vel þakinn olíunni. Svo set ég alls konar krydd eins ofaní (fer eftir hugaraflinu) en aðalega Oregano, Basilikum, Timjan, Chilli og svartann pipar.
Setjið helluna uppá 4-5 en ekki meira. Vaktið þetta vel og við hafið þetta ekki of lengi. Á meðan þetta hitast getið þið skorið lauk í tvennt og notað einn helminginn í þetta. Þá skuluð þið skera laukinn í mjög litlar sneiðar og þegar kryddið hefur soðið blandið þið lauknum og kryddinu saman í skál. Svo takið þið eina tómatdós og hellið á. Blandið og setjið inní ískáp.

Þegar deigið hefur staðið í 25 mínútur gáið þið hvort það sé búið að lyfta sér.
Ef það hefur lyft sér vel getið þið tekið það, sett það á svona járnbakka sem fer inní ofninn og byrjað að fletja deigið út. Það fer auðvitað algerlega eftir ykkur hvernig þið fletjið deigið út en ég geri það þannig að ég pota smá loftgöt í deigið fyrst og flet það svo í hring þannig að það séu þykkir kantar eins og á alvöru pizzeríum.
Setjið deigið svona inní ofn og forbakið deigið í eins og 10 mínútur (þið finnið þegar deigið er orðið frekar hart).
Takið það svo út og byrjið að setja á pizzuna.
Fyrst skulið þið setja sósuna þannig að öll pizzan fyrir utan kantana sé þakin sósunni.
Svo setjið þið rifinn ost.
Eftir það getið þið sett það sem að ykkur finnst gott.
Dæmi:

Salami, skinka, paprika, sveppir, rjómaostur, ólívur, steikt hakk.

En ég set svo alltaf ost aftur efst.
Svo þegar pizzan lítur girnilega út með öllu álegginu getið þið sett hana inn í ofninn, hækkað hitann til 250 og haft hana inni í eins og 12-15 mínútur. Þið sjáið það svo á ostinum og fleiru hvort hún sé tilbúin.

Þetta er einföld uppskrift sem er eins og ein 10-12 tommu pizza og nægir venjulegast fyrir 1-2.
Ég geri þess vegna alltaf tvöfalda uppskrift sem að nægir vel fyrir 3-4.

Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu!!

Kv. StingerS