Halló

Ertu hrifin að Toblerone súkkulaði á þetta eftir að bragðast mjög vel.

Toblerone-ís:

3 eggjarauður
75 sykur
1 tsk. vanillidropar
200 ml rjómi
150 g Toblerone

Þeytið eggjarauður , sykur og vanilludropa mjög vel saman, stífþeytið rjómann og blandið honum saman með sleikju. Saxið Toblerone og blandið því saman við. Hellið í form og frystið í nokkrar klukkustundir.

Toblerone-búðingur:

150 g Toblerone
3 eggjarauður
3 msk. ljóst síróp
50 g smjör, lint
150 ml rjómi

Bræðið Toblerone í vatnsbaði. Þeytið saman eggjarauður og síróp. Hrærið smjörinu saman við og síðan súkkulaðinu. Stífþeytið rjómann og blandið honum saman við með sleikju. Kælið í nokkrar klst.

Toblerone-kökur

120 g Toblerone
100 g smjör
3 egg
100 g flórsykur
50 g hveiti

Hitið ofninn í 210°C. Bræðið Toblerone og smjör við hægan hita. Takið pottin af hitanum .egar snjörið er bráðið og hrærið þar til blandan er sléttþ Þeytið egg og flórsykur vel saman og þeytið síðan súkkulaðiblöndunni saman við. Sigtið hveitið yfir og blandið því saman við með sleikju. Smyrjið lítil soufflé eða múffu form, mokkabolla eða önnur lítil form vel og skiptið deiginu jafnt á þau. Bakið kökurnar í 7-10 mín. (eftir stærð formanna) eða þar til þær hafa lyft sér vel og eru svampkenndar en alls ekki stífar.

Hvolfið þeim úr formunum og setjið eina köku á disk, ásamt einni ískúlu og einni kúlu af búðingi :D

p.s. ég c/p þetta ekki heldur skrifaði þetta upp eftir blaði ;)
he's very sexy