Langar að deila með ykkur uppáhalds uppskrftinni minni eins og er og ég er alveg harðákveðin í að hafa svona núna um áramótin ;)

Það sem þarf að byrja á að gera svona 2 tímum áður en snæða á matinn er að setja lárviðarlauf, gulrót, sellerístöng og kjúklingakraft og láta sjóða hægt í um um 2 tíma.

Andabringurnar tek ég og sker þverrendur í skinnið og krydda með grænum piparkornum sem ég myl sjálf (lang best þannig) og salti. Ég nota alltaf grillpönnuna mína og set olíu og smjör á hana og grilla svo bringurnar í 6 mínútur á hvorri hlið (það þarf ekki að hafa áhyggjur þó að það komi smá blóð þegar skorið er, bara betra)

Sett er svo smjör í pott og búin til bolla með hveiti sem er svo jöfnuð út með soðinu sem er búið að sjóða í 2 tíma, ef ekki er nóg af soði bæti ég bara rjóma strax í. Ég krydda svo með vel muldum grænpiparkornum og salti, smakka til. Mér finnst gott að hafa hana vel pipraða ;)

Með þessu hef ég baby maís, sykur baunir og soðnar kartöflur sem ég steiki létt í smjöri.

Sósuna er líka mjög góð með nauta eða lambakjöti og setja þá bara lamba eða svínakraft í hana ;)

verði ykkur að góðu

Malin.
Kveðja Malin