Þetta er uppskrift af kryddbrauði, þetta er einföld uppskrift og þið þurfið ekki að nota hrærivél í þetta! =)
Hráefni:
3 dl. haframjöl Hiti= heitan ofn 45_50 mín 180°-200°
3 dl. mjólk 170° blástur, en þá í kaldan ofn.
3 dl. hveiti
2 dl. sykur
1 tsk. matarsódi
1 tsk. kanill
1 tsk. negull
1 tsk. engifer
Áhöld:
sleikja
form
desilítramál
sleif
Blandið þurrefnunum saman í skál, blandið síðan mjólkinni útí, allt hrært saman.
Látið þetta bíða í 10 mínútur, smyrjið form með smjörlíki og hellið deiginu í formið.
Þetta er uppskrift af karamellum, ég er ekki alveg viss um hvað þarf mikið smjörlíki, við prófuðum 150 gr. en það er of mikið, en þið prófið ykkur bara afram ;)
5 msk. rjómi
5 msk. kakó
5 msk. sýróp
1/2 dl. sykur
100 gr. smjörlíki
Smá mjólk.
Bræða smjörlíkið og láta allt í pott og malla í 20 mín, setja svo í frysti og kæla það niður (má líka setja í ísskáp).