Sælt verið fólkið. Ég ætla bara að koma mér strax að málefninu. Ég er að fara halda svona “get to gether” handa 10-15 vinkonum mínum og síðar um kvöldið ætlum við stelpurnar á djammið og því ætla ég að bjóða upp á léttar veitingar (Ekkert með miklum rjóma sem veldur bara ógleði þegar fólk er orðið fullt seinna um kvöldið)….
Málið er að ég er afskaplega hugmyndasnauð eitthvað og hef ekki hugmynd hvað ég ætti að bjóða þeim. Mig vantar því hjálp frá ykkur að velja eitthvað sem tilheyrir eftirtöldu: Gott að narta í, auðvelt að búa til og nóg handa svona 10-15 manns og ekki of dýrt!
Það sem ég hef svona hugsað mér að gera er 1 eða 2 heita rétti… þarna með grænmetinu, osti, eggjarauðunni og skinku og þess háttar. Allt bakað í ofni og alveg rosalega gott og vinsælt. Kannski að baka eina súkkulaðiköku, hafa túnfisksalat og Ritz kex. Og ef til vill grænmeti skorið í stöngla ásamt ídýfu og snakki.

Kannski er þetta komið í dýrari pakkann, en jú grænmeti er alltaf dýrt. Er eitthvað fleira sem gæti komið til greina? Hvað bjóðið þið þegar þið haldið litlar veislur á við “kokteilpartý”. Bara endilega segið allt. Allar hugmyndir koma til greina.

Takk fyrir :)
I´m crazy in the coconut!!! (",)