Mér datt í hug að skrifa hérna eina af betri sósum sem að ég hef smakkað.
Þessi sósu passar með flestum mat, fiski, pasta, kartöflum, grænmeti og svo framvegis.
Það sem þarf:
1 dós hrein jógúrt,
1 kúfuð teskeið sykur,
mikið af salvíu, steinselju og graslauk (ég mæli aldrei hversu mikið ég nota en allar kryddjurtirnar til samans ættu að vera um hálfur desilítri eða svo). Ég nota ferskar kryddjurtir en það er örugglega líka ágætt að nota þurkaðar.
Maður saxar jurtirnar í smátt setur út í jógúrtið setur sykurinn og hrærir mjög vel.
Himneskt með steiktum kartöflum.