Þetta er kartöfluréttur sem ég smakkaði fyrst hjá vinkonu minni og hittir í mark með grilluðum mat og líka með venjulegri sunnudagssteik, ef hægt er að kalla eitthvað venjulega steik. Alla vega þá er þetta sem hér segir:
Sjóðið kartöflur eins og venjulega.
Flysjið þær, setjið í eldfast mót og kremjið lauslega.
Dreypið smá olíu yfir, mjög gott að nota ólívuolíu en er ekki nauðsynlegt.
Kryddið með salti og nýmöluðum, svörtum pipar.
Setjið í 180 gráðu heitan ofn og bakið í klukkutíma.
Gott er að rífa Parmesan ost yfir kartöflurnar áður en þær eru bakaðar, það gefur mjög gott bragð.
Þetta er snilldargott með grilluðu læri og kallast þetta “Rúnu kartöflur” á mínu heimili.
Verði ykkur að góðu. :-)