Um daginn var ég ein heima með vinkonu minni og við fengum gefis humar. Ég ákvað að borða hann skelfléttan. Finnst það betra heldur en að vera að plokka hann alltaf úr skelinni, þó að það sé ákveðinn stemmari fyrir því! En hér er uppskrifin af honum.

30. stykki humrar
Fersk sítróna
Svartur pipar
Hvítlaukur.
Ólífuolía.

Ég byrjaði á því að raða humrinum á disk og kreisti sítrónusafa yfir. Malaði pipar vel yfir. Lét hann á heita pönnu með ólífuolíu á og steikti hann á hvorri hlið í svona 1 min. Á mmeðan hann var að steikjast skellti ég svona 3 rifjum af hvítlauk með á pönnuna.

Í meðlæti var ég með salat með fetaosti, ólífum og sólurkuðum tómötum, kalda hvítlaukssósu og heitt brauð.

Bon apitiet…(veit ekkert hvernig maður skrifar þetta)