Fyrir þá sem eru að spá í heilsu er þetta mjög athyglisvert. Ég keypti mér
safapressu um daginn og hef verið að blanda mér ótal tegundir af ávaxta -og
grænmetisdrykkjum, bæði mjög bragðgóðir og ég tala nú ekki um magnið af
vítamínunum og steinefnum í þeim!
Ok, við vitum að grænmeti og þetta er hollt. Hvað gerum við? Við fáum okkur eitt
epli og kannski einn banana milli mála, og smá grænmeti með kvöldmatnum.
Þetta er ekkert gífurlegt magn af vítamínum. Með safpressunni og líka blandara er
hægt að fá sprengju. Þú getur blandað saman t.d. safanum úr gulrótum, papriku,
tómati, agúrku, eplum og skellt þessu í blandara með aldinkjötinu af appelsínu,
banana, greip, ber, osfrv. Hérna værum við líkega að tala um 1.5 líitra af safa :)
svo það er nú aðeins hægt að minnka skammtinn. Möguleikarnir eru endalausir.
Það er eiginlega sama hvað sett er í, það er alltaf bragðgott. Mæli samt með amk
einu epli með gulrótunum.
Fyrir heilsuáhugamenn, þá fór ég í mælingu á magni andoxunarefnia í húðinni og
skemmst frá því að segja að ég toppaði gjörsamlega. 41.000 stig. Á meðan
þjálfararnir í ræktinni voru með um 27-30,000. Reyndar er þetta mun
mikilvægara fyrir þá sem eru að æfa mikið, því þeir þarfnast mun meira af
andoxunarefnum en aðrir.
Fyrir hina sem kannast ekki við þetta eru þetta efni sem koma í veg fyrir öldrum
líkamans, sjúkdóma og krabbamein! Andoxunarefni finnast í ávöxtum C, E, og A
vítamín, og svo einnig í t.d. grænu te ofl.
Ef þið lesið ykkur til um grænmeti, ávexti og vítamín, þá sér maður að þeir eru að
koma í veg fyrir mikið að sjúkdómum; geðrænum sem andlegum, svefnleysi,
magatruflunum, gerir mikið fyrir útlitið, hár, neglur og húð, þjálfar meltingarfærin
mikið, ofl.
Þetta er allveganna besta millimáltíð sem þú getur fundið!