Þetta er mjöög gott kjúklingalasagne!!!
Uppskriftin er fyrir fjóra!!
Innihald:
2 msk smjör eða matarolía
400g kjúklingabringur (skornar í bita eða strimla)
1 stk laukur eða rauðlaukur
1 stk paprika (skorin í smá bita)
1 msk hveiti
1 dl vatn
2 dl jurtarjómi (svona sprauturjómi úr brúsa)
5 dl (ca 200g) rifinn ostur (eða bara eftir smekk)
1 pk tortilla pönnukökur
1 pk fajita eða taco krydd (svona í bréfi)
1 krukka hot salsa sósa
Aðferð:
Brúnið kjúklinginn, laukinn og paprikuna í olíunni. Stráið yfir hveitinu og kryddinu. Bætið við vatninu, rjómanum og salsa sósunni - Hrærið. Látið malla í 5-10 mínútur.
Setjið í eldfast mót þannig að pönnukaka og fylling (gumsið þeas.) sé til skiptis en passið að hafa pönnuköku efst og neðst.
Stráið rifna ostinum yfir efstu pönnukökuna og hafið í ofni við ca 200°c í ca 20 mínútur.
Mjög gott að bera fram með salati og jafnvel Doritos flögum og ostasósu / guacamolesósu.
Njótið vel!!! :þ