trúið mér eftir að þið prufið þennan rétt þá eigiði eftir að elda hann ansi oft næsta mánuðinn
hann er alveg ótrúlega einfaldur í matreiðslu
(biðst afsökunar á því ef hann er hérna nú þegar en ég allavega sá hann ekki)
Hráefni !!!
2. kjúklingar (það er einnig í lagi að kaupa rifinn kjúkling en nota þá svipað magn)
2. dl. Hunt´s BBQ hunangssósa (alveg nauðsinlegt að hún sé hunangs)
1. dl. Soyasósa (skiptir engu máli hvaða tegund)
1. dl. apríkósu marmelaði
100 gr. púðursykur
1 peli rjómi
Aðferð !!!
1. allt nema kjúklingurinn sett í pott og soðið í 2 - 3 mín.
2. Kjúklingurinn rifinn í smáa bita og settur í eldfast mót og sósunni síðan hellt yfir.
bakað í ofni (undir/yfir hiti) á 200° í 60 mín.
Höfundur óþekktur.
mjög gott er að hafa með þessu Hrísgrjón og smábrauð bökuð í ofni annað er val fyrir hvern og einn.
þetta er alveg snilldar uppskrift og endilega látið vita hverni þetta bragðast.