Hráefni:
(maður ræður auðvitað hvað maður hefur en ég nota þetta)
6-7 egg
2-3 pulsur
1 paprika
1 laukur(hvítur eða rauður, veljið sjálf)
mjólk
Krydd:
(maður ræður auðvitað hvað maður hefur en ég nota þetta)
Season all
Papriku krydd
Pipar
Basilikum
Aðferð:
Ég tek eggin og brýt þau í skál,hræri vel saman og með smá mjólk auðvitað. Svo bæti ég við season all, basilikum og paprikukryddi. Á meðan ég geri þetta þá hita ég pönnuna. Svo sker ég niður paprikuna, laukinn og pulsurnar. Pulsurnar eru þunnt skornar, paprikurnar meðal smátt og laukurinn bara í hringi. Ég byrja á því að steikja pulsurnar einar og sér og set þær svo í skál, svo steiki ég paprikuna og laukin samann og set hjá pulsunum, svo hellir maður eggjablöndunni á pönnuna, pulsu-papriku-og laukblöndunni ofan á, hræri þessu saman og passa að ekkert festist við botninn á meðan þetta steikist. Síðan bíð ég eftir að þetta brúnist smá að neðan, sný þessu við og læt þetta brúnast hinum meginn líka, slekk svo á pönunni og set lok yfir, þá nær gufan að gera sitt. Áður en lokið fer yfir þá piprar maður þetta og setur smá basilikum svona fyrir útlitið;O) það er MJÖG langt síðan ég bakaði omelettu, ég hef verið svona nýorðin tíu ára(eitt og hálft ár, ekkert rosalega mikið reyndar) svo ég man ekki hve lengi lokið á að vera á, það er svona 5-10 mín. held ég. En allavega, þegar það er búið að vera sinn tíma þá sker ég stóra paprikuhringi og skreyti omelettuna með því, svo sker maður þetta bara niður með svona pizza stíl, og ber fram með salati og drykk.
Þakka ykkur fyrir og njótið vel=O)
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*