Þetta er auðveld uppskrift af ommelettu, þetta er bara eins og ég geri þær en það eru til mun flóknari og örugglega auðveldari.
Það sem þarf:
2 Egg
Mjólk
Season All krydd
Skinkubitar (má líka nota pylsubita og eitthvað fleira ef maður vill)
Fyrst og fremst byrjar maður að hita pönnu. Maður lætur annaðhvort einhversskonar olíu eða smjörlíki fyrst. Ég nota yfirleitt jurtarolíu (Isio 4 held ég) en það er hægt að nota allt mögulegt.
Maður byrjar svo á að brjóta eggin í skál og maður hellir síðan smá slurk af mjólk með. Maður hrærir þetta svo þar til að það er lítið af kikkjum eftir. Svo bætir maður Season all eftir smekk útá og hrærir þar til þetta er orðið ljós-gulbrúnt eða eitthvað. Eftir það er gott að láta eitthvað í blönduna, eins og skinkubita, pylsubita, beikonbita (hef ekki pófað það reyndar) og svo er líka gott að láta papriku eða tómatabita með.
Svo hellir maður öllu jukkinu á pönnuna sem ætti að vera orðin heit. Maður hrærir í þessu með spaða helst allan tímann svo þetta brenni ekki og festist við pönnuna. Þegar þetta er tilbúið þá lætur maður þetta á disk. Maður gerir það með spaðanum. Svo er gott að hafa tómatsósu með, jafnvel rista brauð.