Hrísgrjón með sósu af eigin vali.
Hér er um að ræða mat fyrir fátæka námsmenn, sem hafa efni
á litlu. En ég vara ykkur strax við, að ef þið borðið einungis
þetta, þá munuð þið brátt þjást af skorti af ýmsum nauðsynlegum
næringarefnum. Borðið því líka eitthvað annað af og til!
Hér kemur uppskriftin: Kaupið “Tilda Basmati” hrísgrjón úti í næstu
matvöruverslun. Þetta eru bláir pakkar og innihalda tíu (kannski
ögn færri) poka af hrísgrjónum. Fyllið pott af vatni og látið það
sjóða. Setjið einn af umræddum pokum í vatnið og lækkið hitann
á hellunni (ég efast um að þið eigið gas, en kannski prímus!) um
nokkur þrep. Setjið lokið á pottinn og bíðið í 15 til 20 mínútur. Að
því búnu hellið þið vatninu burt úr pottinum, en meðan á því stendur
skuluði halda pokanum í pottinum með gaffli og reyna að þrýsta
eins miklu vatni og þið getið úr pokanum (ekki þrýsta of mikið samt!).
Klippið pokann og setjið hrísgrjónin á disk. Veljið góða sósu. Ég
mæli með “Uncle Bens Sweet and Sour” sósu, það leynist í henni
laukur, ananas og annað góðgæti. Slík sósa fæst í sérhverri matvöru-
verslun, og hún hefur reynst mér vel. En ef þið komst ekki í tæri við
slíkt, af einhverjum ástæðum, látið þá tómatssósuna duga, hún er fín
líka. Setjið sósuna, sem þið hafið valið, á diskinn við hlið hrísgrjónanna.
Að þessu búnu getið þið borðað réttinn!
Evdoxus.