Tvær brauðsneiðar

Þrjár sneiðar af þessum klassíska osti, rauðum Gouda bara
eða einhverjum í þeim dúr.

Steikja þrjár sneiðar af Baconi þannig að þær séu
almennilega crispy.(skinkusneið gengur alveg líka..)

Setja baconið og ostsneiðarnar á aðra brauðsneiðina og
setja hina ofan á þannig að nú sé komin samloka.

Á meðan samlokan er gerð, baconið steikt osvfr. er gott að
hita samlokugrillið..því þangað liggur leið samlokunnar næst.

Þegar að samlokan er í grillinu skal taka eitt egg og spæla
það, snúa því við til að slímið í kringum eggjarauðuna fari, og
bara spæla þar til það er tilbúið til átu.

Setja skal eggið ofan á samlokuna þegar hún er alveg grilluð
og svo bara borða þetta..með guðsgöfflunum eða með
hnífapörum.

Svona geri ég allavega heitu samlokuna mína skemmtilegri :)

Njótið vel ef þið prófið þetta;)