Ég ætla hérna að koma með tvær uppskriftir af heimalöguðu hvítlauksbrauði fyrir ítölskumatarunnenduna…:P
—-
Það sem þú þarft:
Venjulegt snyttubrauð eða fínar litlar snittur. Eiginlega bara plain fransbrauð.
Hvítlauk
Ólífuolíu
Pestó
Ost
—-
Venjulegt hvítlauksbrauð:
1.Skerð snittubrauðið í fjóra til fimm búta, eftir því hvað þér finnst þægilegast. Skerðu það svo í tvennt, langsumt (eins og maður sker bollur).
2.Kreysta hvítlauk í olíu (6msk olía ~ ca. 3-5 stk hvítlauk). Olían á að vera svolítið þykk. Styrkleiki olíunnar fer alveg eftir því hversu hrædd þið eruð við vampírur (hvítlaukur fælir burt vampírur) og hversu illa þið viljið lykta næsta dag :P
3.Penslar maður olíunni á brauðið- setur rifinn ost og grillar (helst).
—
Pestó-hvítlauksbrauð
1. -Það sama
2. Kreystir (ca. 3-5) hvítlauk ofan í ca. 4msk af pestói og 1-2msk af olíu í skál.
3. Penslar þetta á og setur ost yfir eftir smekk og grillar.
—
Heimalagað íslenskt pestó
Basilíka
Salt
Olía
ögn Sykur
1. Kreistir basílíkuna í mauk.
2. Setur það í olíuna.
3. 1/2 tsk salt 1/2 tsk sykur.
Olían þarf að vera í samræmi við magn basilíkunnar sem fer alveg eftir því hversu mikið þú ætlar að gera.
ATH. Þessar uppskriftir eru algjörlega úr tilraunaeldhúsi heimils míns svo að engin ábyrgð er tekin á því hvort að þetta sé gott eða mælieingar séu réttar.
Verði ykkur að góðu!
Fantasia