Uppskrift fyrir einn(eitt brauð)
Það sem þarf er panna, djúpur diskur og gaffall
einnig þarf:
Eina brauðsneið
1 egg
1 tsk. mjólk
krydd eftir smekk
1-2 msk. matarolía
1 skinkusneið
Aðferð:
setjið matarolíuna á pönnuna og hitið hana upp á meðan þið takið eggið og brjótið það í djúpa diskinn. Hrærið aðeins í með gaflinum og hrærið svo mjólkinu og kryddinu sem þið veljið (ég nota sjálf Sesoan all, pipar, basilikum og chili powder). Það á ekki að setja of mikið af hverri kryddtegund. Bara u.þ.b. 1 tsk.
Eftir að hafa hrært þessu öllu saman á að taka brauðsneiðina og láta hana liggja í smástund á hvorri hlið í eggja hrærunni, þ.e. í djúpa disknum. Síðan er brauðinu skellt á pönnuna. Ýtið á það við og við með spaða. Látið það brúnast nokkuð mikið báðum meginn, eftir það er brauðið sett á disk og pannan sett á kalda hellu og slökkt undir þeirri heitu. Þó að hellan sé köld þá er pannan enþá heit og það má nota þann hita til að steikja skinkuna. Henni er skellt á pönnuna, leyfið henni að brúnast örlítið báðum megin en svo má setja hana á brauðið.
Einnig er hægt að borða þetta með salati ef maður er ekki á hraðferð
Takk fyrir og verði ykkur að góðu
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*